Ýlið undarlega í Frakklandi og átök í breska þinginu
Hádegið - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Mánuðum saman hefur undarlegt og óþægilegt hljóð plagað bæjarbúa í Wizernes í norðanverðu Frakklandi. Íbúarnir, sem eru skiljanlega orðnir þreyttir á óhljóðinu, hafa árangurslaust reynt að komast á snoðir um uppruna þess en enginn hefur fundið út hvaðan hljóðið dularfulla - sem þagnar stundum en byrjar svo jafnharðan aftur - kemur. Erfitt er að réttlæta veisluhöld á vegum breska forsætisráðuneytisins á tímum kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum úr rannsókn siðameistara breskra stjórnvalda, Sue Gray, á partygate-málinu svokallaða. Forsætisráðherrann Boris Johnson hefur síðustu vikur átt í vök að verjast vegna ásakana um veisluhöld í Downingstræti 10. Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í gær og í kjölfar þeirra tókust þingmenn á í breska þinginu. Við skoðum málið nánar í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.