Hrekkjavaka og þjóðernispopúlismi
Hádegið - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Í Hádeginu í dag er fjallað um hrekkjavökuna og þjóðernispopúlisma. Í fyrri hluta þáttarins örskýrir Atli Fannar Bjarkason hrekkjavökuna, sem er komin til að vera á Íslandi. Íslensk börn eru byrjuð að klæða sig upp í búninga, flakka á milli húsa og biða um grikk eða gott og í vikunni greindi Vísir frá því að sala á graskerjum hafi fjórtánfaldast í verslunum Krónunnar frá árinu 2017. Í síðari hluta þáttarins er rætt við Eirík Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði, um þjóðernispopúlisma. Eiríkur gaf nýverið út bókina Þjóðarávárpið, þar sem hann fjallar um þjóðernishugmyndir, popúlisma, upplýsingaóreiðu og samsæriskenningar af ýmsu tagi hafa sem hafa verið áberandi í samtímanum í þjóðfélagsumræðu á Vesturlöndum. Hvað hefur valdið þessari þróun og hvert stefnum við? Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.