Holmes í steininn og harkalegt útgöngubann í Kína
Hádegið - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Hinn þrjátíu og sjö ára gamli frumkvöðull Elisabeth Holmes, stofnandi tæknifyrirtækisins Theranos var í gær sakfelld af kviðdómi í Kaliforníu fyrir fjársvik og á nú yfir höfði sér áratuga fangelsisvist. Milljarðaveldi Holmes hrundi á skömmum tíma þegar í ljós kom að tæknin sem hún fullyrti að myndi valda straumhvörfum í heilbrigðismálum virkaði ekki. Kviðdómendur sakfelldu Holmes meðal annars fyrir að hafa svikið fé út úr fjárfestum vísvitandi þrátt fyrir að hafa vitað, eða mátt vita, að tæknin sem fyrirtækið átti að vera að þróa - sérstaka blóðskimunargræju sem átti að geta framkvæmt hundrað blóðrannsóknir með aðeins einum blóðdropa - virkaði ekki og hefði raunar aldrei virkað. Katrín tekur nú við. Íbúar í borginni Yuzhou í Henan-héraði í Kínai, borg sem telur eina komma þrjár milljónir íbúa, var gert að sæta útgöngubanni á mánduag. Ástæðan er sú að heil þrjú Covid smit höfðu greinst í borginni, og voru allir sem greindust einkennalausir. Í næsta mánuði fara vetrarólympíuleikarnir fram í Pekíng, fjölmennustu borg Kína. Héraðsstjórar og borgarstjórar út um allt land eru á tánum vegna þessa, þar sem þeir hafa fengið skýr skilaboð frá yfirstjórn kínverska kommúnistaflokksins. Þá hafa íbúar borgarinnar Sían, þrettán milljónir talsins, sætt útgöngubanni frá því á Þorláksmessu. Sitt sýnist hverjum um aðferðir stjórnvalda til að sporna við útbreiðslu veirunnar. Við skoðum málið í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.