Heimavallalaust Ísland og hver er geitin?

Hádegið - Ein Podcast von RÚV

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur leik í undankeppni Heimsmeistaramótsins þegar liðið sækir Hollendinga heim í Amesterdam næstkomandi föstudag. Því næst leikur liðið heimaleik gegn Rússum, en leikurinn fer fram í hinni sögufrægu Pétursborg. Bíddu nú við, er þetta ekki heimaleikur? Jú, svo sannrlega. En íslenska liðið má ekki leika sína heimileiki hér á landi, vegna aðstöðuleysis. Laugardalshöllinn hefur lengi verið á undanþágu hjá bæði alþjóðahandknattleikssambandinu og hjá alþjóðakörfuknattleikssambandinu vegna ýmissa vankanta. Nú er Laugardalshöllin óleikfær vegna leka þar á síðasta ári, og FIBA hyggst ekki veita KKÍ undaþágu ofan á undanþágu. Þetta er niðurlægjandi segir formaður KKÍ, við ræðum við hann í síðari hluta þáttarins og við Helgu Margréti Höskuldsdóttur íþróttafréttamann, um aðstöðuleysi íslensku landsliðanna. Þá örskýrir Atli Fannar Bjarkason fyrir okkur hvað það er að vera ?geit.?