Coco Puffs krísan og áskoranir atvinnulífsins í loftslagsmálum

Hádegið - Ein Podcast von RÚV

Í örskýringu vikunnar tekur Atli Fannar Bjarkason fyrir þann styr sem staðið hefur um eitt vinsælasta morgunkorn Íslendinga, Coco Puffs. Í gær fór fram ráðstefna á vegum Grænvangs, Festu, Samtaka Iðnaðarins, Reykjavíkurborgar og fleiri þar sem áherslan var á verkefni sem Bretar hafa keyrt áfram í undirbúningi að loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Nóvemeber, Race to Zero, eða kapphlaupinu að kolefnishlutleysinu. Verkefnið snýst um að fá fyrirtæki, þ.e. atvinnulífið, til að skuldbinda sig til þess að verða kolefnishlutlaus á einhverjum tímapunkti. Þessi málstofa í gær skiptist í íslenskan og erlendan hluta, erlendir gestir og fulltrúar rbeskra fyritækja kynntu sína reynslu og íslenskir aðilar ræddu um hvernig málin snúa hérna megin frá. Einn aðillana sem koma ða verkefninu er Grænvangur, samstarfsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífs í loftslagsmálum og grænum lausnum. Grænvangur berst á innlendum og erlendum vettvangi, erlendis kynna þau íslenskar lausnir í loftslagsmálum, en innanlands vinnur Grænvangur í því að efla samstarf atvinnulífs og stjórnvalda í því að draga úr losun innanlands. Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðumaður Grænvangs, var til viðtals í síðari hluta þáttarins.