70 ára starfsafmæli Englandsdrottningar og njósnaauglýsingar
Hádegið - Ein Podcast von RÚV
Kategorien:
Það koma allskonar tímamót í lífinu. Við finnum ástina. Svo kannski gengur það ekki upp. Við tekur einhleypulífið. Og svo kannski nýr maki. Ný tímamót. Ólétta. Brúðkaup. Skírn. Fjölskylduferðir til Tene sem svo verða kannski að Golfferðum til Flórída. Og Facebook, Instagram, Google, Tik Tok, samfélagsmiðlar og okkar stafræna líf virðist fylgja. Fylgja tímamótunum, áformunum, lífsskeiðunum okkar. Jafnvel án þess að við verðum þess mikið vör. Tinderauglýsingar á Facebook á einhleypuskeiðinu. Barnavörur auglýstar á Instagram og Tik Tok þegar þungunarprófið er jákvætt. Golfbúðarauglýsingar þegar það fer að líða að ferðinni til Flórída og gömul mynd birtist á feedinu af ferðinni til Tene eftir að fjölskyldan rifjar upp herlegheitin yfir sunnudagssteikinni. En hvernig má það vera? Hvað vita snjalltækin um okkur og hvernig má koma í veg fyrir njósnaauglýsingar? Við ræðum við Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna um njósnaauglýsingar í síðari hluta þáttarins. Við hefjum þáttinn á tímamótum í lífi Elísabetar Englandsdrottningar. Þann sjötta febrúar hélt drottningin upp á sjö áratuga starfsafmæli, en þá voru sjötíu ár frá því faðir henna, Georg fimmti, féll frá og Elísabet varð að þjóðhöfðingja Bretlands og breska heimsveldisins. Drottningin fékk sér köku í tilefni dagsins, og sendi breskum almenningi vinsamlega áminningu um hvernig þau eigi að haga sér - eftir að hún fellur frá. Guðmundur Björn Þorbjörnsson greindi fyrst frá þessum merku tímamótum þann sjöunda febrúar. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.