Var að plana að flytja upp á Skaga en svo breyttist allt snögglega
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Gísli Eyjólfsson var í vikunni kynntur sem nýr leikmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Halmstad. Hann er annar leikmaðurinn sem Halmstad fær frá Íslandi í vetur því í síðasta mánuði fékk liðið Birni Snæ Ingason, besta leikmann Bestu deildarinnar 2023, í sínar raðir frá Víkingi. Gísli hefur undanfarin ár verið algjör lykilmaður í liði Breiðabliks. Hann skoraði þrjú mörk í 15 Evrópuleikjum og sjö mörk í Bestu deildinni á liðinni leiktíð. Hann lagði upp fjögur mörk í deildinni, eitt í Evrópu og eitt í Mjólkurbikarnum. Gísli ræddi í dag við Fótbolta.net um skiptin en hægt er að hlusta á spjallið í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.