Útvarpsþátturinn - Óli Kristjáns, Emil og enski

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net á X977 laugardaginn 9. janúar. Elvar Geir og Tómas Þór fóru yfir fréttir vikunnar og tóku svo upp símann og ræddu við góða viðmælendur. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Esbjerg, ræddi um lífið í Danmörku og það góða skrið sem hans lið hefur verið á en það trónir á toppi B-deildarinnar. Emil Pálsson ræddi um sín mál en hann ætlar að takast á við nýja áskorun á sínum ferli eftir þrjú ár hjá Sandefjord. Gylfi Sigurðsson umboðsmaður var líka á línunni og gaf hlustendum innsýn inn í það hvernig er að vera umboðsmaður í kvennafótboltanum. Þá ræddi Kristján Atli Ragnarsson, sérfræðingur um Liverpool, um enska boltann en það styttist í toppslag Liverpool og Manchester United.