Útvarpsþátturinn - Læti í Kórnum, enskur stórleikur og Danijel Djuric
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Af nægu að taka í útvarpsþættinum Fótbolti.net þessa vikuna. Elvar Geir og Tómas Þór á sínum stað. Farið er yfir íslensku fótboltavikuna og Mjólkurbikarinn; lætin í Kórnum og leikinn stórskemmtilega milli Víkings og KR, auk þess sem næsta umferð Bestu deildarinnar er skoðuð. Kristján Atli Ragnarsson rýnir í komandi stórleik Manchester United og Liverpool sem verður á mánudagskvöldið. Nýjasta stjarna Bestu deildarinnar, Danijel Djuric, er gestur þáttarins en hann fer svakalega líflega af stað í búningi Víkings.