Útvarpsþátturinn - Landsliðin beint í æð og staðan á íslenska boltanum

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net á X977 laugardaginn 27. mars. Elvar Geir og Tómas Þór voru á sínum stað og landsliðin voru í brennidepli. Tómas Ingi Tómasson var á línunni þegar farið var yfir síðustu leiki U21 landsliðins og A-landsliðsins. Rýnt var í næstu leiki. Hringt var til Armeníu þar sem Hafliði Breiðfjörð fylgir A-landsliðinu og til Ungverjalands þar sem Sæbjörn Steinke fylgist með U21-landsliðinu. Þá var Páll Kristjánsson, formaður KR, á línunni. Rætt var um íþróttastoppið og einnig mögulegar breytingar á Íslandsmótinu í fótbolta.