Útvarpsþátturinn - Euro-Vikes, Besta liðið og Lengjudeildin
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net laugardaginn 25. júní. Umsjón: Elvar Geir og Tómas Þór. Fjallað er um Víking í Meistaradeildinni og Haraldur Haraldsson framkvæmdastjóri félagsins fer yfir möguleika Íslands á að endurheimta fjórða Evrópusætið. Sérstakt Bestu deildar uppgjör þar sem valið er úrvalslið deildarinnar hingað til, besti leikmaðurinn og besti þjálfarinn. Hvaða leikmenn hafa verið mestu vonbrigðin? Einnig er fjallað um Lengjudeildina og besti leikmaður deildarinnar hingað til valinn. Rafn Markús Vilbergsson er á línunni. Þá er rætt um Breiðablik - KR, spáð í spilin fyrir Mjólkurbikarinn og rýnt í helstu fréttir, þar á meðal skipti Frederik Schram í Val.