Útvarpsþátturinn - Þegar einn gluggi lokast opnast annar

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Davíð Snorri Jónasson aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands er gestur vikunnar í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Það er landsleikjagluggi framundan og Ísland mætir Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni. Áður en spjallað er við Davíð er farið yfir helstu fótboltafréttirnar. Orri Steinn fór til Real Sociedad á gluggadeginum, ljóst er hverjum Víkingur mætir í Sambandsdeildinni, það er heil umferð framundan í Bestu deildinni og toppbaráttan í Lengjudeildinni er galopin. Enski boltinn kemur að sjálfsögðu einnig við sögu í þættinum.