Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Besta deildin er aðalmálið í útvarpsþættinum Fótbolti.net þessa vikuna. Elvar Geir og Tómas Þór eru umsjónarmenn þáttarins. Sérstakur gestur og sérfræðingur í þættinum er Haraldur Árni Hróðmarsson, fyrrum aðstoðarþjálfari ÍA og Vals. Leikur Stjörnunnar og Vals er gerður upp og hitað upp fyrir komandi leiki, þar á meðal stórleik Víkings og Breiðabliks. Í lok þáttar er farið í Evrópuboltann og enska boltann.