Útvarpsþátturinn - Barist um bikar og landsliðsuppgjör

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Útvarpsþátturinn Fotbolti.net er í hlaðvarpsformi þessa vikuna þar sem umsjónarmenn hafa öðrum hnöppum að hneppa á hefðbundnum útsendingartíma. Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson fara yfir fótboltafréttir vikunnar. Skagamaðurinn og íþróttafréttamaðurinn Sverrir Mar Smárason er með þeim í þættinum. Það er vel við hæfi enda er bikarúrslitaleikur Víkings og ÍA framundan á laugardaginn. Í þættinum er einnig rætt um íslenska landsliðið og tíðindi úr íslenska fótboltanum.