Ungstirnin x Garðabær
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Ungstirnin er hlaðvarpsþáttur á Fótbolta.net þar sem aðaláherslan er lögð á umfjöllun um unga framtíðarleikmenn í boltanum. Umsjónarmenn þáttarins eru Arnar Laufdal Arnarsson og Magnús Hólm Einarsson. Drengirnir fjalla um Luka Sucic (Salzburg) sem er enn einn spennandi leikmaðurinn í Salzburg og Kaiky Melo (Santos) sem hefur verið mikið líkt við varnarmanninn öfluga Thiago Silva. Þeir ungu og mjög efnilegu leikmenn Stjörnunnar Eggert Aron Guðmundsson og Óli Valur Ómarsson koma í heimsókn og takast drengirnir á í spurningakeppni. Þeir eru spurðir út í hvað hefur verið að gerast á þeirra ferli.