Ungstirnin - U21 hópurinn og heimsókn úr Garðabæ

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Ungstirnin er hlaðvarpsþáttur á Fotbolti.net þar sem aðaláherslan er lögð á umfjöllun um unga framtíðarleikmenn í boltanum. Umsjónarmenn þáttarins eru Arnar Laufdal Arnarsson og Magnús Hólm Einarsson. Í þessum sextánda þætti er fjallað um Pierre Kalulu (AC Milan), Jesper Lindstrom (Bröndby) og Matteo Lovato (Hellas Verona) Farið var yfir U-21 landsliðshópinn fyrir EM og var stillt upp sameiginlegu byrjunarliði fyrIr leikina þrjá. Einnig var lauslega farið yfir suma hópa hjá öðrum þjóðum en það verður ítarlega skoðað í þættinum eftir viku.