Ungstirnin - Tveir af okkar efnilegustu í hátíðarþætti

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Ungstirnin eru í hátíðarskapi og fá til sín tvo af efnilegustu leikmönnum Íslands. Gestir þáttarins eru unglingalandsliðsmennirnir Kristian Hlynsson og Orri Steinn Óskarsson sem báðir eru sautján ára, fæddir 2004. Kristan er í herbúðum Ajax og skoraði á dögunum sitt fyrsta mark fyrir aðallið félagsins. Orri er hjá FCK í Danmörku þar sem hann hefur raðað inn mörkum fyrir unglingaliðið og verið orðaður við stórlið í Evrópu. Arnar Laufdal Arnarsson heldur um stjórnartaumana í þættinum og gestastjórnandi er Elvar Geir Magnússon. Þeir ræða við þá Kristian og Orra og er víða komið við. Í þættinum er einnig rætt um leikmenn sem voru stjörnur ungir að árum en náðu alls ekki að standa undir væntingum þegar á hólminn er komið og Arnar kynnir þjóðinni fyrir Julian Alvarez sem er orðaður við Manchester United.