Ungstirnin - Lærlingur Messi og treystum Heimi

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Nýjasti þátturinn af Ungstirnunum er kominn út; þátturinn sem kynnir fyrir þjóðinni næstu stórstjörnur fótboltans. Þáttastjórnendur eru þeir Arnar Laufdal og Bjarni Þór Hafstein. Í þessum þætti kynna þeir til leiks Benja Cremaschi (2005) en þessi 18 ára miðjumaður hefur verið að gera frábæra hluti með Lionel Messi og félögum í Inter Miami. Fjallað er um Oscar Gloukh (2004) en hann var keyptur í janúar til Salzburg og er haldið að það sé ástæðan af hverju Hákon Haraldsson fór ekki til Slazburg í janúar. Dujuan Richards (2005) er einnig kynntur til leiks en þetta er leikmaðurinn sem Heimir Hallgrímsson sat undir gagnrýni fyrir að velja í A-landslið Jamaíka, en þessi leikmaður hefur nú skrifað undir samning hjá Chelsea. Í þættinum er farið yfir hvað gerðist í þessum leiðinlega landsleikjaglugga, frammistaða helgarinnar, hvað var að frétta hjá yngri landsliðunum okkar, Stjarnan lang bestir í 2. flokki, Lamine Yamal að gera allt vitlaust með spænska landsliðinu, farið var aðeins yfir NBA og NFL og svo margt margt fleira.