Ungstirnin - Heimsókn af Nesinu og golf með fyrrum leikmanni Liverpool
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Eli Junior Kroupi (2006) er einn efnilegasti leikmaður Frakklands um þessar mundir og hefur verið líkt við engan annan en Kylian Mbappe. Hann hefur farið frábærlega af stað með aðalliði Lorient í Ligue 1 með frábærum mörkum. Sverre Halseth Nypan (2006) er lykilleikmaður á miðjunni í liði Rosenborg í Noregi. Manchester Utd, Manchester City, Barcelona og Real Madrid eru með augastað á þessum efnilega leikmanni. Góðir gestir koma í heimsókn en þeir Arnar Daníel og Tómas Johannessen leikmenn Gróttu komu í afar áhugavert og skemmtilegt spjall, tveir frábærir en afar ólíkir persónuleikar. Bjarni Co-host spilaði golf með fyrrum leikmanni Liverpool í Houston, þrumuræða um ömurlegt gervigras á Seltjarnarnesi, Tommi Jó á leið i Breiðablik? Kristian og Orri að gera vel og Skandinavíuhornið á sinum stað.