Ungstirnin - Frelsari Svíþjóðar og skærasta ungstirni Afríku
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Í þessum 50. þætti Ungstirnanna fara þeir Arnar Laufdal og Bjarni Þór Hafstein yfir víðan völl. Ibrahim Diarra (2006) ein skærasta stjarna Afríku. Hann skoraði 5 mörk og gerði 4 stoðsendingar á HM U-17 ára þegar að lið Malí lenti í 3.sæti og segir sagan að hann sé þegar búinn að skrifa undir samning hjá Barcelona. Lucas Bergvall (2006) er efnilegasti leikmaður Svíþjóðar um þessar mundir og einn sá efnilegasti í allri Evrópu. Lið eins og Manchester United, Barcelona, Inter Milan og RB Leipzig eru að fylgjast með kappanum. Endrick er búinn að sýna heiminum afhverju hann var keyptur til Real Madrid á 60 milljónir evra. Við erum að fá að kynnast svo mörgum stjörnum að verða til á HM U-17 ára eins og t.d. Ibrahim Diarra, Agustin Ruberto, Claudio Echeverri og Paris Brunner. Hvaða stórlið ætlar að kaupa Marcos Leonardo frá Santos eftir að þeir féllu úr brasilísku úrvalsdeildinni í fyrsta skipti í sögu félagsins?