Spjallað við Steina - Í bílstjórasætinu og EM framundan

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Kvennalandsliðið sótti sex stig í landsleikjaglugganum fyrr í þessum mánuði. Hvítrússar og Tékkar sigraðir og liðið í bílstjórasætinu í undankeppninni fyrir HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Tveir leikir eru eftir í riðlinum og verða þeir spilaðir í haust. Nú fer hins vegar einbeitingin öll á lokakeppni EM sem fram fer á Englandi í júlí. Sæbjörn Steinke ræddi við landsliðsþjálfarann Þorstein Halldórsson og er farið yfir ýmislegt með Steina. Oftar en einu sinni er farið fram og til baka með ýmsar vangaveltur svo sem leikmannamál, af hverju er þessi valin en ekki hin, undirbúningur fyrir EM, Manchester City Academy Stadium, markmannamálin, Söru Björk, Elínu Mettu og fleira.