Rússíbani hjá Aroni - „Fyrir tveimur dögum vissi ég það ekki"
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Aron Bjarnason var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður Breiðabliks. Hann er keyptur frá sænska félaginu Sirius þar sem hann hefur spilað undanfarin þrjú tímabil. Aron snýr aftur til Breiðabliks en þar lék hann síðast fyrri hluta tímabilsins 2019. Aron, sem er 28 ára kantmaður, skrifar undir samning sem gildir út tímabilið 2027. Hann ræddi við Fótbolta.net og má nálgast viðtalið í spilaranum efst sem og á öllum hlaðvarpsveitum.