Niðurtalningin - Munu Fylkismenn svara fyrir sig?

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Innan við tvær vikur eru í það að Besta deild karla rúlli af stað og upphitun okkar er komin á fullt. Fylki er spáð ellefta sæti deildarinnar. Fylkismenn eru í æfingaferð og því var tekið á það ráð að fá stuðningsmann í sett til þess að ræða um Fylkisliðið. Kristján Gylfi Guðmundsson, yngri flokka þjálfari og stuðningsmaður, mætti á skrifstofu Fótbolta.net og fór yfir málin. Þá var hringt í Ragnar Braga Sveinsson og staðan tekin á liðinu í æfingaferðinni. Óhætt er að segja að fyrirliði þeirra Fylkismanna sé vel stemmdur fyrir tímabilinu. Fylki er spáð falli og er aðalmarkmiðið hjá liðinu í sumar auðvitað að halda sér uppi; þeir ætla að svara fyrir það hvernig fór síðast þegar liðið var í deild þeirra bestu.