Niðurtalningin - Höfðinginn fer yfir stöðuna hjá Íslandsmeisturunum
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Þá er komið að síðasta þættinum í niðurtalningunni fyrir Bestu deild karla þetta árið. Við endum á liðinu sem er spáð sjálfum Íslandsmeistaratitlinum. Breiðablik er ríkjandi meistari og því er spáð af sérfræðingum Fótbolta.net að þeir muni verja titilinn. Kristján Óli Sigurðsson, betur þekktur sem Höfðinginn, kom við á skrifstofu .net í dag og fór yfir stöðuna hjá sínum mönnum. Þá var einnig hringt í Viktor Karl Einarsson, miðjumann Blika, og hann spurður út í síðasta tímabil og sumarið sem er framundan.