Niðurtalningin - Framtíðin björt en titilbarátta óraunhæf núna
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Besta deildin byrjar að rúlla þar næsta mánudag og upphitun okkar er komin á fullt. Stjörnunni er spáð sjötta sæti deildarinnar í spá Fótbolta.net. Til þess að ræða Stjörnuna þá heyrði Guðmundur Aðalsteinn í fjölmiðlamanninum Þorkeli Mána Péturssyni en hann er Stjörnumaður mikill. Máni er hrifinn af því verkefni sem er í gangi í Garðabænum þessa stundina. Þá var einnig hringt í Jóhann 01, Jóhann Árna Gunnarsson. Hann gekk í raðir Stjörnunnar frá Fjölni fyrir síðasta tímabil og er á leið inn í sína aðra leiktíð með félaginu.