Niðurtalningin - Fimmta sætið fínt ef bikarinn fylgir með
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Frömurum er spáð 9. sæti í Bestu deildinni í ár, þremur sætum ofar en í fyrra. Til þess að ræða um málefni Fram kom sagnfræðingurinn Stefán Pálsson í spjall. Hann fór yfir síðustu ár hjá Fram, þjálfarann Jón Sveinsson og ýmislegt annað skemmtilegt. Hann er á því að 5. sætið sé fínasti árangur ef Framarar taka bikarinn. Seinni hluti þáttarins er svo símaviðtal við sautján marka manninn Guðmund Magnússon sem átti frábært tímabil í fyrra.