Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Besta deild kvenna hefst í dag og það er mikil spenna fyrir deildinni sem er framundan. Því er spáð að Valur muni verja Íslandsmeistaratitil sinn í sumar. Við höfum hitað upp fyrir deildina með því að spjalla við fulltrúa liðanna tíu og taka á þeim púlsinn fyrir komandi tímabil. Adda Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, og Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður liðsins, mættu í heimsókn og fóru yfir stemninguna á Hlíðarenda.