Miðverðirnir fá sviðsljósið - Glódís og Guðrún í spjalli fyrir EM

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Miðverðir fá ekki alltaf þá athygli sem þeir eiga skilið, en að þessu sinni fá þeir sviðsljósið hjá okkur. Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir, tveir af miðvörðum íslenska landsliðsins, settust niður með fréttamanni Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í Þýskaland og fóru um víðan völl á tæpum hálftíma. Glódís og Guðrún hafa leikið afskaplega vel saman í hjarta varnarinnar hjá landsliðinu og framundan er Evrópumót. Þetta spjall er góð upphitun fyrir EM núna þegar innan við vika er í fyrsta leik Íslands.