Milos í stærsta starfi sem íslenskur fótboltaþjálfari hefur gegnt
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Aldrei hefur íslenskur þjálfari verið í eins stóru starfi og Milos Milojevic er í núna. Milos, sem er með íslenskan ríkisborgararétt, kom fyrst til Íslands árið 2006 til að spila með Hamri. Hann spilaði svo með Ægi og Víkingi Reykjavík. Síðar meir varð hann aðstoðarþjálfari Ólafs Þórðarsonar hjá Víkingi og svo aðalþjálfari. Hann stýrði Breiðabliki áður en hann fluttist búferlum til Svíþjóðar. Hann hefur unnið sig hratt upp stigann og stýrði Malmö, sigursælasta félagi Svíþjóðar, áður en hann tók við Rauðu stjörnunni í fyrra. Að stýra Rauðu stjörnunni er erfitt starf og því fylgir mikil pressa, en allt bendir til þess að Milos verði serbneskur meistari á næstu vikum. Liðið er enn taplaust eftir 27 leiki í serbnesku úrvalsdeildinni.