Mikael Nikulásson: Ætlum að keyra þetta í gang

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Mikael Nikulásson framlengdi samning sinn við KFA á dögunum og stýrir því liðinu í annað tímabil næsta sumar. Mikael, eða Mike eins og hann er oftast kallaður, gerði flotta hluti með KFA síðasta sumar en liðið var taplaust lengi vel. Liðið rétt missti þó af því á endanum að komast upp í Lengjudeildina. Þessi skemmtilegi þjálfari ræddi við Fótbolta.net í dag um þá ákvörðun að framlengja við KFA, síðasta sumar og framhaldið hjá félaginu. Hann lofar því að KFA mæti með hörkulið á næstu leiktíð en það er góð stemning fyrir fótboltanum á Austurlandi.