Margrét Magnúsdóttir - Draumurinn sem við ætluðum að stefna á

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

U19 landslið kvenna náði því magnaða afreki að enda í efsta sæti í sínum riðli í annarri umferð undankeppni Evrópumótsins 2023. Liðið tekur því þátt í lokakeppninni í sumar. Þetta verður í annað sinn þar sem U19 landslið kvenna tekur þátt í lokakeppni Evrópumótsins. Liðið var í mjög erfiðum riðli í milliriðlunum með Danmörku, Svíþjóð og Úkraínu. Íslensku stelpurnar lögðu bæði Dani og Svía á leið sinni á lokakeppnina. Margrét Magnúsdóttir, þjálfari U19 landsliðsins, mætti á skrifstofu .net í spjall í dag og ræddi þar um þennan magnaða árangur.