Lesendur spyrja - Vanda og Sævar í formannsbaráttu

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Á laugardaginn verður ársþing KSÍ haldið á Ásvöllum í Hafnarfirði. Það verður kosið kosið til formanns en Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, ákvað að taka slaginn og bjóða sig fram á móti Vöndu Sigurgeirsdóttur. Fótbolti.net gaf lesendum kost á því að senda inn spurningar á Sævar og Vöndu og setti svo saman lista með tólf spurningum. Við þökkum öllum þeim sem sendu inn spurningar og þó einhverjar hafi ekki komist á þennan spurningalista er ekki ólíklegt að þær verði notaðar síðar til umfjöllunar þegar formaður hefur verið kjörinn. Sævar og Vanda mættu á skrifstofu Fótbolta.net í sitthvoru lagi og svöruðu spurningalistanum.