Leiðin á Laugardalsvöll - KFG verkefnið og Mike í blíðunni
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Á mánudag fer Fótbolti.net bikarinn, bikarkeppni neðri deilda, af stað. Keppnin er haldin í fyrsta skipti en lið í 2., 3. og 4. deild taka þátt. 31 félag er skráð í keppnina í ár, en úrslitaleikur hennar fer fram á Laugardalsvelli. Fjallað verður vel um keppnina á Fótbolta.net og er hluti af því sérstakt hlaðvarp í kringum keppnina, en þetta er fyrsti þátturinn. Í þættinum ræddu Guðmundur Aðalsteinn og Sæbjörn Þór Steinke við Arnar Laufdal, leikmann Augnabliks og fréttaritara á Fótbolta.net, um fyrstu umferðina í keppninni. Einnig hringdi Gummi í Kristján Másson, þjálfara KFG, og Mikael Nikulásson, þjálfara KFA, og fékk að heyra þeirra sýn á sumrinu hingað til. Þessi lið eru í toppbaráttunni í 2. deild og mætast í Garðabænum á morgun.