Leiðin á Laugardalsvöll - Baddi um Árbæ og markamaskína í spjalli

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Leiðin á Laugardalsvöll heldur áfram á miðvikudaginn þegar 16-liða úrslitin í Fótbolta.net bikarnum verða leikin í heild sinni. Það eru nokkrir mjög svo áhugaverðir leikir framundan en við hitum upp í dag með því að spjalla við Baldvin Má Borgarsson, þjálfara Árbæjar. Hans menn hafa verið að gera flotta hluti í 3. deildinni en þeir mæta Víkingi Ólafsvík, sem er í þriðja sæti í 2. deild, á miðvikudag. Svo hringjum við til Húsavíkur þar sem markamaskínan Jakob Gunnar Sigurðsson er á línunni. Jakob Gunnar er aðeins 17 ára gamall en hann hefur farið á kostum í sumar. Völsungur mætir Haukum, en Jakob gerði þrennu í síðasta leik á Ásvöllum.