Kristján Guðmundsson - Hvernig náði Stjarnan Evrópusæti?
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Stjarnan endaði í 2. sæti Bestu deildar kvenna á liðnu tímabili. Liðið verður því í forkeppni Meistaradeildarinnar á komandi tímabili. Liðið vann fimm af síðustu sjö leikjum sínum í deildinni og gerði tvö jafntefli. Kristján Guðmundsson var að klára sitt fjórða tímabil sem þjálfari liðsins og ræddi hann við Fótbolta.net í dag. Kristján fór yfir markmiðasetninguna, tvískiptinguna á tímabilinu, breytingu í þjálfun hjá leikmönnum, stemninguna, næringarráðgjöf, markmannsmálin, öðruvísi nálgun gagnvart stelpum heldur en strákum, samskipti stúlkna og ýmislegt annað.