Júlli Magg: Símtal sem breytti golfhringnum

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Norska félagið Fredrikstad verður með lið í efstu deild Noregs á næsta tímabili í fyrsta sinn síðan 2012. Liðið er í toppsæti norsku B-deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir og sex stigum frá því að tryggja efsta sætið. Með liðinu leikur Víkingurinn Júlíus Magnússon sem fenginn var fyrir tímabilið. Júlíus er í landsliðsverkefni þessa dagana og var hann fenginn í viðtal um landsliðið, tímabilið með Fredrikstad og Víking. Júlíus fór meðal annars yfir fjarveru sína frá landsliðsæfingu dagsins, landsliðskallið fyrir síðasta verkefni, velgengni Fredrikstad, hvernig það kom til að hann hefur borið fyrirliðabandið hjá liðinu í haust og hvernig það var að fylgjast með Víkingum í sumar.