Ítalski boltinn - Uppgjörsþáttur: Lið umferða 1-19 og Zlatan mætir á undankeppni Eurovision
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Þessi þáttur er með öðru sniði en farið verður yfir fyrri helming tímabilsins. Hver er staðan á liðunum í toppbaráttunni, botnbaráttunni og um miðja deild? Íslendingum fjölgar ört á Ítalíu og Zlatan mætir á undankeppni fyrir ítalska Eurovision. Síðan setur Björn Már saman lið umferða 1-19. Ítalski boltinn er hlaðvarpsþáttur sem fjallar einungis um ítalska boltann. Björn Már Ólafsson mun í vetur gera reglulega þætti þar sem hann fer yfir það sem er að gerast í ítalska boltanum. Verður fjallað um Íslendingana í deildinni, skemmtilegar sögur, rifjaðar upp goðsagnir og svo verða í hverjum þætti veitt veitt hin skemmtilegu verðlaun „gullna ruslatunnan", eða „Bidone d'oro".