Ítalski boltinn - Toppliðin tapa stigum, Juve hrekkur í gang og nýr bad boy tekur við af Balotelli
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Í þætti vikunnar verður farið yfir umferð vikunnar þar sem Juventus vann toppslaginn gegn AC Milan sem tapar sínum fyrsta leik síðan í mars. Inter og Napoli tapa óvænt stigum og ungstirnið Nicolo Zaniolo er með hjálp móður sinnar að taka við af Balotelli sem óþekki strákur ítalska boltans. Ítalski boltinn er hlaðvarpsþáttur sem fjallar einungis um ítalska boltann. Björn Már Ólafsson mun í vetur gera reglulega þætti þar sem hann fer yfir það sem er að gerast í ítalska boltanum. Verður fjallað um Íslendingana í deildinni, skemmtilegar sögur, rifjaðar upp goðsagnir og svo verða í hverjum þætti veitt veitt hin skemmtilegu verðlaun „gullna ruslatunnan", eða „Bidone d'oro".