Ítalski boltinn - Sex skiptingar og VAR dramatík á ítalska þinginu
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Það vantaði ekki dramatíkina á Ítalíu þessa vikuna, hvorki innan vallar né utan. Eftir að hafa keypt Mario Balotelli til Monza er Adriano Galliani farinn að láta til sín taka á ítalska þinginu, Rómverjar gera hver mistökin á fætur öðrum og Juventus reynir eftir fremsta megni að stimpla sig út úr titilbaráttunni. Ítalski boltinn er hlaðvarpsþáttur sem fjallar einungis um ítalska boltann. Björn Már Ólafsson mun í vetur gera reglulega þætti þar sem hann fer yfir það sem er að gerast í ítalska boltanum. Verður fjallað um Íslendingana í deildinni, skemmtilegar sögur, rifjaðar upp goðsagnir og svo verða í hverjum þætti veitt veitt hin skemmtilegu verðlaun „gullna ruslatunnan", eða „Bidone d'oro".