Ítalski boltinn - Róm - höfuðborg alheimsins

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Í þætti vikunnar verður farið yfir umferð síðustu umferð þar sem Juventus marði sigur á spræku Sassuolo-liði og Inter og Roma gerðu jafntefli í toppslag umferðarinnar. Framundan er stór helgi í ítalska boltanum. Lazio og Roma eigast við í hörðum nágrannaslag og Juventus og Inter mætast í „Derby d'Italia". B-deildin fer af stað aftur eftir stutt hlé um síðustu helgi og þær fregnir voru að berast að Hólmbert Aron Friðjónsson var að missa keppinaut um framherjastöðuna í Brescia. Ítalski boltinn er hlaðvarpsþáttur sem fjallar einungis um ítalska boltann. Björn Már Ólafsson mun í vetur gera reglulega þætti þar sem hann fer yfir það sem er að gerast í ítalska boltanum. Verður fjallað um Íslendingana í deildinni, skemmtilegar sögur, rifjaðar upp goðsagnir og svo verða í hverjum þætti veitt veitt hin skemmtilegu verðlaun „gullna ruslatunnan", eða „Bidone d'oro".