Ítalski boltinn - Mihajlovic móðgar stuðningsmenn og toppsætið á flakki um Mílanóborg

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Sinisa Mihajlovic tókst að móðga hársára stuðningsmenn Bologna, toppsætið í Serie-A skiptir um hendur en helst innan Mílanóborgar og Juventus upplifir martraðarviku. Um helgina er svo Mílanóslagur þar sem titilbaráttan gæti skýrst enn frekar. Munu Conte og Internazionale standa uppi sem sigurvegarar í lok tímabilsins? Ítalski boltinn er hlaðvarpsþáttur sem fjallar einungis um ítalska boltann. Björn Már Ólafsson mun í vetur gera reglulega þætti þar sem hann fer yfir það sem er að gerast í ítalska boltanum. Verður fjallað um Íslendingana í deildinni og skemmtilegar sögur rifjaðar upp um goðsagnir.