Innkastið - Mjög vont verður enn verra hjá Val og FH
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Sverrir Mar Smárason er umsjónarmaður í Innkastinu eftir 8. umferð Bestu deildarinnar. Með honum eru Baldvin Már Borgarsson og Aron Elí Sævarsson, leikmaður Aftureldingar. Valur lenti í hremmingum gegn Fram og tapaði fjórða leik sínum í röð, Kjartan Henry á skotskónum og hrakfarir FH halda áfram, Breiðablik heldur áfram að vinna og Leiknir heldur áfram að tapa, Víkingar á sigurbraut en KA tapaði öðrum leik sínum í röð, Stjarnan vann ÍBV naumlega og Gaui Lýðs í agabanni, Keflavík komið í gírinn en ÍA í frjálsu falli.