Innkastið - Miklar hræringar og vesen í Vesturbæ

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Ungstirni fótboltafréttamennskunnar, Arnar Laufdal, stýrir Innkastinu að þessu sinni. Með honum í þættinum er Eysteinn Þorri Björgvinsson og Andri Már 'Nablinn' Eggertsson, íþróttafréttamaður á Sýn. Aðalumræðuefnið er Besta deildin og 13. umferð hennar. Farið er yfir hræringarnar hjá Val og FH, vesenið í Vesturbænum, Evrópuleikina, Lengjudeildina og fleira. Þátturinn er í boði White Fox, refurinn maður lifandi.