Innkastið - Jarðarför í kyrrþey og Óskar farinn

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Elvar Geir, Sæbjörn Steinke og Valur Gunnars í Innkastinu eftir 22. umferð Bestu deildarinnar. Eyjamenn eru fallnir niður í Lengjudeildina, Fylkir kláraði þetta með stæl, Fram fékk ljótan skell sem hjálpar ekki Ragga Sig, Kjartan Henry með hnífasettið og Víkingur og Stjarnan í stuði. 54:00 KAFLA SEM VAR BÆTT VIÐ! Strax eftir upptöku var tilkynnt að Óskar Hrafn væri hættur með Breiðablik. Það var ekki hægt að setja þáttinn í loftið án þess að ræða það! Hvernig verður byrjunarlið landsliðsins?