Innkastið - Byrjað á bardaga í Bosníu

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Í næstu viku hefur Ísland leik í undankeppni EM þegar leikið verður gegn Bosníu/Hersegóvínu í borginni Zenica. Ejub Purisevic er frá Bosníu og er sérstakur gestur í Innkastinu. Hann ræðir við Elvar Geir og Sæbjörn Steinke um komandi leik. Íslenska liðið og það bosníska eru til umræðu og rýnt í möguleikana. Auk þessara liða eru Portúgal, Slóvakía, Liechtenstein og Lúxemborg í riðlinum en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi 2024. Möguleikar Íslands eru því nokkuð góðir en fastlega má gera ráð fyrir því að Portúgal vinni riðilinn en hart verði barist um annað sætið.