Innkastið - Bestu liðin hiksta og FHallbaráttan harðnar
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Elvar Geir heldur um stýrið í Innkastinu eftir 16. umferð Bestu deildarinnar. Með honum í þættinum eru Skagamaðurinn og íþróttafréttamaðurinn Sverrir Mar Smárason og FH-ingurinn og fótboltaþjálfarinn Magnús Haukur Harðarson. Topplið Breiðabliks fékk óvænta útreið í Garðabæ, Fram skoraði umdeilt jöfnunarmark gegn Víkingi, Fallfnykurinn eykst í Hafnarfirði, Nökkvi heldur áfram á flugi, Atli Sigurjóns fór illa með Eyjamenn, Skagamaður kláraði Skagamenn og Leiknir gaf Keflavík sigur á silfurfati. Einnig er rætt um Sambandsdeildarleikina, Mjólkurbikarinn og Lengjudeildina.