HM hringborðið - Karnival í Katar og Spánn fær ekki að vera með
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Það er ekki töluð vitleysan við HM hringborðið. Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar og Davíð Snorri Jónasson þjálfari U21 landsliðsins eru sérfræðingar Elvars Geirs. Portúgal fór á kostum með Ronaldo í kælinum, Marokkómenn sendu hugmyndasnauða Spánverja heim, Brasilía blæs í danssýningu og Króatar elska langa leiki. Rætt um alla leiki 16-liða úrslita HM og komandi leikir í 8-liða úrslitum skoðaðir.