HM hringborðið - Englendingar komnir heim og Ronaldo grét
Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net
Kategorien:
Elvar Geir, Sæbjörn Steinke og Guðmundur Aðalsteinn fara yfir allt það helsta frá HM í Katar. Lukkan var með Frökkum sem sendu Englendinga heim, Southgate íhugar að hætta, Ronaldo grét þegar draumurinn varð að engu, spænski dómarinn er líka farinn heim, Marokkó heillar heimsbyggðina, hverjir skipta um lið eftir HM?, þjálfarahræringarnar, spáð í undanúrslitin og fleira.