HM hringborðið - Betri er full krukka en tóm

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Á morgun er lokadagurinn í 2. umferð riðlakeppninnar. Við hringborðið í dag var farið yfir leiki helgarinnar þar sem spilað var í C,D, E og F riðli. Það er mikil spenna í öllum riðlunum og einungis ein þjóð komin áfram í 16-liða úrslit. Sæbjörn Steinke fékk Framarana Guðmund Magnússon og Óskar Smára Haraldsson með sér í yfirferðina. Meðal efnis: Niclas Füllkrug, Belgar í brasi, Messi steig upp, Frakkar líklegir, Danir með örlögin í sínum höndum, kraftmiklir Króatar, massífir Marokkóar og svakaleg lokaumferð í C-riðli.