Hlynur Atli: Þungbært, maður vill ekki upplifa svona

Fotbolti.net - Ein Podcast von Fotbolti.net

Kategorien:

Fótbolti.net ræddi við Hlyn Atla Magnússon, fyrirliða Fram, og spurði hann út í tíðindi gærdagsins þegar tilkynnt var að Jón Sveinsson hefði verið látinn fara sem þjálfari liðsins. Hlynur ræddi tíðindin og gengi Fram í síðustu leikjum. Tekur maður það mikið inn á sig að þjálfari sé látinn fara? Fram er í næstneðsta sæti Bestu deildarinnar eftir sautján spilaða leiki. Næsti leikur Fram er eftir tæpar tvær vikur gegn Fylki sem er í 10. sæti með tveggja stiga forskot á Fram. Hlynur var staddur á Rey Cup þegar fréttamaður náði tali af honum sem útskýrir umhverfishljóðin sem gætu heyrst í bakgrunninum.